Fjölskyldan í Lillegrund 5 gaf mér fluguhnýtingarsett í afmælisgjöf. Ég ákvað að fara vísindalega í dæmið og pantaði mér hnýtingarbók og video og settist síðan við borðstofuborðið í dag. Það kom fljótlega í ljós að ég hafði enga þolinmæði í að glápa á breska freðýsu sýna réttu handtökin svo ég hoppaði bara út í djúpu laugina og byrjaði að hnýta. Og "Voila", þriðja flugan mín er vænleg sem leynivopn sumarsins. Ég er náttúrulega með tíuþúsund þumalputta, en mikið hrikalega er þetta gaman.
Nú líst már á þig.
Þetta er væntanlega INGA, sbr. Þórunn hjá Jóni.
kv
kid
Posted by: kid | March 25, 2007 at 07:38 PM
kiddi fannst að flugan ætti að heita disko dolly eða i þá veruna ,fannst hún þess leg. En hvað um það hann er efni drengurinn og kemur aldrei fisklaus eftir þetta.
kv
böddi
Posted by: böddi | March 27, 2007 at 07:45 AM
Já þetta er rosalega skemmtilegt hobbí. Þegar ég var svona 10-13 ára hnýtti ég ansi margar flugur.... allar bleikar eða með glimmeri (það fara líka engar sögur af því hversu margir laxar veiddust á þær).
Kv.
Kristín Ösp
Posted by: Kristin Ösp | March 27, 2007 at 10:36 PM
Sæll Gunni
þú ert upprenandi hnítari það eru til góð kenslumyndbönd frá veiðhorninu bæði um laxa og silungaflugur.
Kv Nonni
Posted by: Jón M Ragnarsson (Nonni) | April 03, 2007 at 10:37 AM